Í gærkvöldi þriðjudaginn 14. október 2014 voru tímamót í sögu Njálurefilsins. Þá skrifaði fimmþúsundasti saumarinn nafnið sitt í gestabókina. Það var enignn annar en hún Helga Sigurðardóttir, sem er einn dugmesti saumarinn, hefur mætt á hverju þriðjudagskvöldi síðan saumaskapurinn hófst. Við óskum Helgu innilega til hamingju. Helga fékk veglegan handavinnupakka að gjöf í tilefni tímamótanna. Valdi sé mynd af Hallgerði, Glúmi og Þorgerði.
Laugardaginn 5. apríl og sunnudaginn 6. apríl var fyrsti hluti Njálurefilsins (23 metrar) frumsýndur í Gallerý Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Atburðurinn var hluti af Leyndardómum Suðurlands. Þetta var eina tækifærið til að skoða refilinn uppsettan þangað til hann verður fullbúinn og settur upp í endanlegri mynd. Fjölmargir komu í heimsókn þessa helgi til að skoða refilinn og taka nokkur spor. Hér má sjá myndir frá frumsýningunni.
Frá og með laugardeginum 30. nóvember til og með laugardaginn 4. Janúar 2014 verður frí frá saumaskapnum á laugardögum. Laugardagstímarnir byrja aftur 11. Janúar. Áfram verður saumað í desember á þriðjudagskvöldum kl. 19-22 og eftir hádegi á fimmtudögum kl. 14-17 Nú er starfsmaðurinn okkar hún Sigurbjörg Fríða að hætta hjá okkur, við höfðum samning um að hafa hana hjá okkur í sex mánuði sem nú eru liðnir. Hún Sigga Fríða er búin að standa sig alveg frábærlega vel í þessu verkefni og við munum sakna þess að hafa hana ekki í vinnu hjá okkur lengur en við sjáum hana örugglega af og til með nál í hendi.
Þann 1. til 3. nóvember ætlum við að sauma allan sólarhringinn við byrjum kl.13:00 á föstudegi til kl.18:00 á sunnudegi. Gott væri að skrá sig hjá okkur á Facebook, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 861-8687 / 892-6902 og segja á hvaða tíma þig langar að sauma. Annars er líka velkomið að mæta hvenær sem er á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að sjá ykkur
Fyrsta helgin í nóvember er Safnahelgi á Suðurlandi og þá verður efnt til ýmissa viðburða í Sögusetrinu og hjá Njálureflinum. Nánari fréttir um dagskrána verða birtar innan tíðar.
We completed the embroidery on September 15th 2020. The tapestry is a total 91.16 m long and likely to be the longest tapestry in the world. Ahead to find it future place/museum and to find ways to exhibit it in the best way. We are very happy with this milestone and thank all those who contributed to the project.
Föstudaginn 8. mars kl. 16:00 mætir sýslumaðurinn okkar Kjartan Þorkelsson í fullum skrúða í Sögusetrið á Hvolsvelli til að draga út þann heppna sem vinnur ferð til Bari á Ítalíu. Það er ennþá nægur tími til að skrá sig í Hollvinafélagið fyrir útdráttinn á föstudaginn en að sjálfsögðu er hægt að ganga í félagið hvenær sem er eftir það.
Njálurefillinn verður saumaður í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Það eru þær Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Christina M. Bengtsson sem eru aðalhvatakonur verkefnisins. Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknari og listamaður er hönnuður Njálurefilsins. Fyrstu sporin voru tekin 2. febrúar 2013 við formlega opnun verkefnisins.
Skoðið myndirnar hér fyrir neðan og sjáið hvernig liturinn færist smám saman yfir refilinn. Fylgist einnig með okkur á Facebook þar eru reglulega settar inn myndir af galvösku saumafólki og sagðar fréttir af framgangi verksins.
Njálurefill, Sögusetrinu Hvolsvelli Hlíðarvegi 14 860 Hvolsvöllur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.