Saumatímar á aðventu
Frá og með laugardeginum 30. nóvember til og með laugardaginn 4. Janúar 2014 verður frí frá saumaskapnum á laugardögum.
Laugardagstímarnir byrja aftur 11. Janúar.
Áfram verður saumað í desember á þriðjudagskvöldum kl. 19-22 og eftir hádegi á fimmtudögum kl. 14-17
Nú er starfsmaðurinn okkar hún Sigurbjörg Fríða að hætta hjá okkur, við höfðum samning um að hafa hana hjá okkur í sex mánuði sem nú eru liðnir. Hún Sigga Fríða er búin að standa sig alveg frábærlega vel í þessu verkefni og við munum sakna þess að hafa hana ekki í vinnu hjá okkur lengur en við sjáum hana örugglega af og til með nál í hendi.