Áhugafólk um Frakkland athugið!
Þriðjudaginn 6. maí n.k. kl 19:00 verður haldinn kynningarfundur um hópferð til Frakklands
þar sem skoða á hinn heimsfræga Bayeux-refil.
Í ferðinni er einnig fyrirhugað að skoða vínekrur og camenbert ostaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt.
Á fundinn mætir Ragnheiður Jóhannsdóttir ferðaskipuleggjandi og kynnir nánari ferðatilhögun.
Fundurinn er opinn öllum og er áhugafólk um handverk og franska menningu hvatt til að mæta.
Staðsetning: Refilstofan í suðurenda Sögusetursins
Dagsetning og tími: þriðjudagur 6. maí kl. 19:00
http://www.tapestry-bayeux.com/