MARAÞON, Safnahelgi á Suðurlandi
Nú nálgast SAUMA-MARAÞON helgin.
Þann 1. til 3. nóvember ætlum við að sauma allan sólarhringinn við byrjum kl.13:00 á föstudegi til kl.18:00 á sunnudegi. Gott væri að skrá sig hjá okkur á Facebook, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 861-8687 / 892-6902 og segja á hvaða tíma þig langar að sauma. Annars er líka velkomið að mæta hvenær sem er á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að sjá ykkur
HAPPADRÆTTI Allir sem koma að sauma fá númer, eftir helgina drögum við 3 númer út og heppnir saumarar fá handavinnupakka í vinning!
Tilboð frá Hótel Hvolsvelli maraþonhelgina.
Gisting í tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi og morgunmat, 11.000.-kr.
Gisting í einsmanns herbergi með sérbaðherbergi og morgunmat, 8000.-kr.
http://www.hotelhvolsvollur.is/
Tilboð frá Hótel Fljótshlíð Smáratúni maraþonhelgina.
Gisting í einbýli í herbergi með baði og morgunverði kr. 11.000.-
Gisting í tvíbýli í herbergi með baði og morgunverði kr. 8000.- á mann
Gisting í þríbýli í herbergi með baði og morgunverði kr. 7000.- á mann
Við viljum líka bjóða saumurum kvöldverð bæði á föstudagskvöld og laugardagskvöld á sérstöku tilboði, þriggja rétta kvöldverður dagsins á kr. 5200.- á mann. Athugið að ef fólk vill nýta sér þetta kvöldverðartilboð verður að panta borð í síðasta lagi síðdegis sama dag.
http://www.smaratun.is/is/accommodations/hotel/