1 árs afmæli refilsins, opið hús í Sögusetrinu.
Sunnudaginn 02.02 kl 14:00 ætlum við að halda uppá að það er liðið eitt ár frá því
að byrjað var að sauma „Njálurefilinn.“
Við ætlum að gera okkur ýmislegt til skemmtunar í tilefni dagsins og að sjálfsögðu mæla hvað okkur hefur tekist að sauma mikið á einu ári.
Boðið verður upp á kaffi og afmælisköku fyrir gesti og gangandi
Allir velkomnir í Sögusetrið.