Njáll, Bergþóra og synirnir sex á Bergþórshvoli.
Laugardaginn 5. apríl og sunnudaginn 6. apríl var fyrsti hluti Njálurefilsins (23 metrar) frumsýndur í Gallerý Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Atburðurinn var hluti af Leyndardómum Suðurlands. Þetta var eina tækifærið til að skoða refilinn uppsettan þangað til hann verður fullbúinn og settur upp í endanlegri mynd. Fjölmargir komu í heimsókn þessa helgi til að skoða refilinn og taka nokkur spor. Hér má sjá myndir frá frumsýningunni.