In English
Njálurefillinn verður saumaður í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Það eru þær Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Christina M. Bengtsson sem eru aðalhvatakonur verkefnisins. Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknari og listamaður er hönnuður Njálurefilsins. Fyrstu sporin voru tekin 2. febrúar 2013 við formlega opnun verkefnisins.
Skoðið myndirnar hér fyrir neðan og sjáið hvernig liturinn færist smám saman yfir refilinn. Fylgist einnig með okkur á Facebook þar eru reglulega settar inn myndir af galvösku saumafólki og sagðar fréttir af framgangi verksins.