Í gærkvöldi þriðjudaginn 14. október 2014 voru tímamót í sögu Njálurefilsins. Þá skrifaði fimmþúsundasti saumarinn nafnið sitt í gestabókina. Það var enignn annar en hún Helga Sigurðardóttir, sem er einn dugmesti saumarinn, hefur mætt á hverju þriðjudagskvöldi síðan saumaskapurinn hófst. Við óskum Helgu innilega til hamingju. Helga fékk veglegan handavinnupakka að gjöf í tilefni tímamótanna. Valdi sé mynd af Hallgerði, Glúmi og Þorgerði.