Dagskrá og opið hús í Sögusetrinu á Safnahelgi 1. – 2. nóvember 2014
Að þessu sinni verður „hálf-maraþon saumahelgi“ saumað frá 10:00 á laugardegi til 17:00 á sunnudegi með svefni á milli.
Aðalheiður M. Gunnarsdóttir syngur fyrir gesti laugardag kl. 14:00 og sunnudag kl. 15:00
Á sunnudaginn kl. 14:00 munu Kristín Dudziak Glúmsdóttir, Glúmur Gylfason og Helga Sigfúsdóttir spila nokkur lög og einnig munu þær Íris og Elísabet Dudziak syngja.
List í héraði er myndlistarsýning þar sem 10 einstaklingar úr Rangárþingi, sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af því að mála, koma saman og sýna verk sín.
Sláturfélag Suðurlands verður með kynningu á vörum sínum laugardaginn 1. nóvember kl. 13 - 15