Gunnhildur tekur við menntaverðlaunum Suðurlands úr hendi forseta Íslands hr. Ólafi Ragnar Grímssyni.
Á hátíðarfundi Fræðslunetsins - símenntunar á Suðurlandi var Njálureflinum veittur sá heiður að hljóta menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2014. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem veita þessi verðlaun og voru 11 aðilar tilnefndir að þessu sinni. Það var forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti verðlaunin.
Það er mikil viðurkenning fyrir Njálurefilinn að hljóta þessi verðlaun og eru aðstandendur verkefnisins, þær Christina M. Bengtson og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir afar þakklátar fyrir hana og einnig öllum þeim sem hafa tekið þátt í verkefninu með þeim.