Þuríður Vala Ólafsdóttir og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir losa refilinn frá saumagrindinni.
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 var stór dagur í sögu refilsins, þá var rúllað í næst síðasta sinn, já nú er aðeins eftir að rúlla einu sinni í viðbót. Búið er að ljúka við tæplega 76 metra og 14, 3 metrum ólokið. Á saumgrindinni eru nú 8 metrar og að þeim loknum verða metrarnir 6,3 sem fara á grindina að síðustu. Það var líf og fjör í refilstofunni þegar nýju myndirnar birtust á drifhvítum hördúknum og þegar hófust saumarar handa við að sauma í refilinn. Það dregur nú til tíðinda á grindinni því þar er sjálf Njálsbrenna.
Christina Margareta Bengtsson, Natasa Horvat, Guðlaug Oddgeirsdóttir og Pálína Jónsdóttir leggja silkipappír á refilinn áður en honum er rúllað upp.