Í dag á Njálurefillinn 5 ára afmæli. Nú höfum við lokið við að sauma 68 metra (12. desember 2017) og búið er að sauma heilmikið í næstu 8 metrana. Þegar við hófumst handa fyrir 5 árum og Vilborg Anna pólfari tók fyrsta sporið í refilinn, var gert ráð fyrir að verkið tæki a.m.k. 10 ár. Dugnaðurinn í saumfólki er slíkur að verkið er langt á undan áætlun. Saumað hefur verið í refilinn í 10.000 skipti, margir hafa saumað óteljandi sinnum og aðrir í færri skipti og sumir, sérstaklega ferðamenn, aðeins einu sinni.
Segja má að einn af hápunktun ársins hafi verið þegar amerískur prófessor í miðaldafræðum, Avedan frá Colorado kom sérstaklega til Íslands til að sauma í refilinn. Hér dvaldi hún í fjóra daga og saumaði svo að segja dag og nótt og fór svo aftur heim til sín, ánægð með að hafa svo sannarlega sett sín spor í söguna.
Í dag höldum við uppá daginn með því að sauma nokkur spor í refilinn og fáum okkur svo ljúfengan málsverð á hótel Rangá sem er eitt glæsilegasta hótelið á Njáluslóðum.
Það voru tekin nokkur spor í tilefni dagsins.
Avedan sem kom frá Colorado sérstaklega til að sauma í refilinn.
Njálurefill, Sögusetrinu Hvolsvelli Hlíðarvegi 14 860 Hvolsvöllur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.