Hér ákveður Gunnar að snúa til baka og fara hvergi. hann kveður Kolskegg bróður sinn og örlög hans eru ráðin.
Þriðjudaginn 26. apríl var stór dagur í sögu Njálurefilsins. Þá var rúllað upp og reyndist 50 metrum lokið. Nú styttist í lokatakmarkið. Það voru glaðir saumarar sem tóku þátt í að rúlla upp að þessu sinni enda stórviðburðir á dúknum. Það er verið að sauma dauða Gunnars og nú taka við eftirmálar.
Skoða myndband frá atburðinum
Skoða myndband frá 20. október 2015 þegar verkið var hálfnað