Sauma- og lestrarmaraþon í Sögusetrinu
Í tilefni þess að nú eru rétt eitt þúsund ár frá síðasta atburði Brennu-Njálssögu verður haldin Njálulokahátíð í Sögusetrinu á Hvolsvelli helgina 7. og 8. nóvember.
Jakob S. Jónsson leikstjóri og leiðsögumaður les Njálu frá upphafi til enda og tvö af handritum sögunnar verða þar til sýnis. Þau verða sérstaklega flutt í Sögusetrið í lögreglufylgd í tilefni þessa viðburðar.
Setrið verður opið allan tímann meðan á lestri stendur ... og þá ekki síst REFILSTOFAN. Þar verður sauma-maraþon á meðan á lestrinum stendur. Öllum velkomið að taka sporið. Um að gera að taka þátt í seinni hálfleik.